Reiknivélar SGS

Starfsgreinasambandið hefur útbúið nýjar reiknivélar sem félagsmenn og aðrir geta nýtt að vild. Reiknivélarnar eru 10 talsins og eiga fleiri eftir að bætast við innan tíðar meðfram þróun á þeim sem fyrir eru.

Með reiknivélunum geta notendur m.a. fundið út laun skv. kauptöxtum, séð sínar kjarasamningsbundnu hækkanir og hvaða áhrif þær hafa á launin og reiknað út orlofsuppbót. Reiknivélunum er skipt eftir því hvort fólk starfar á almennum vinnumarkaði, hjá sveitarfélögum eða ríki.

Skoða reiknivélar SGS

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.