Samningar við SFV (Samtök félaga í velferðarþjónustu) undirritaðir 30. júní sl.

Við undirritun samings SFV

Samningur milli VSFK og SFV var undirritaður 30. júní. Samningurinn var gerður í samstarfi við Verkalýðsfélagið Hlíf í Hafnafirði.

Félagsmenn VSFK sem vinna undir þessum samningi starfa á Nesvöllum og Hlévangi við umönnun aldraðra, þrif, þvott og í eldhúsum stofnannanna.

Við undirritun á samningnum

Að venju var tekið mið af samningi VSFK við Ríkið og taxtahækkanir að fyrirmynd Lífsskjarasamningnsins. Að auki er svigrúm í samningnum til að bæta kjör þeirra lægst launuðu í þessum störfum. Eins gilda launahækkanir afturvirkt frá þeim tíma sem síðasti samningur rann út.

Inni í samningnum er m.s. stytting vinnuvikunnar í samræmi við samninga við Sveitarfélögin og Ríkið, breytingar á orlofi og aukin réttindi til náms.

Samningurinn var undirritaður af Guðbjörgu formanns og Eyrúnar Jönu fjármálastjóra félagsins með þeim fyrirvara að félagsmenn samþykki samninginn. Þegar hefur verið hafist handa við undirbúning á kynningarefni og kosningu og er áætlað að hún hefjist 10. júlí og ljúki 20. júlí. Kosninginn verður rafræn og eins verður hægt að kjósa á skrifstofu félagsins.

 

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.