Skert þjónusta vegna ASÍ þings

Dagana 16.-18. október fer fram þing ASÍ. Hluti starfsmanna sækir þingið og því verður fámennt á skrifstofunni þessa daga.

Við hvetjum félagsmenn til að bíða með heimsóknir á skrifstofuna þar til 21. október eftir því sem hægt er ef erindin eru ekki áríðandi.
 
Eins getur verið töf á að tölvupóstum og síma sé svarað ef álag er á þeim starfsmönnum sem eru á skrifstofunni.
 
Að sjálfsögðu má setja kvittanir í póstkassa á 1.hæð og senda inn í tölvupósti.
 
Með fyrirfram þökk fyrir sýnda þolinmæði.
 
Starfsfólk VSFK

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.