Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA

Starfsgreinasambandið hefur útbúið nýja upplýsingasíðu þar sem nálgast má gagnlegar upplýsingar varðandi nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA). Á síðunni er m.a. að finna öll helstu atriði samningsins, glærukynningu, upplýsingar um aðgerðir stjórnvalda, atkvæðagreiðslu o.fl. Upplýsingar um samninginn á ensku og pólsku eru væntanlegar.

Félagsmenn sem starfa skv. umræddum samningi eru hvattir til að að kynna sé samninginn vel og nýta atkvæðisrétt sinn, en rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á hádegi miðvikudaginn 13. mars næstkomandi og stendur til kl. 09:00 að morgni 20. mars.
 
Kynningarfundir vegna samningsins verða bæði á skrifstofu félagsins og eins á Teams. Tímasetningar þeirra verða sendar félagsmönnum í pósti. 
 

 

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.