Verkalýðs-og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélag Grindavíkur undirrita viljayfirlýsingu um sameiningu

Undanfarna mánuði hafa farið fram umræður milli stjórna félaganna um mögulega sameiningu. Í vikunni var viljayfirlýsing undirrituð um að hefja formlegar viðræður um sameiningu félaganna.  

Í viljayfirlýsingunni stendur að viðræðurnar snúist um að kanna hvort og hvernig best sé að sameina félögin til að tryggja enn betri þjónustu við félagsmenn og til að styrkja félöginn enn frekar. Stefnt er að því að viðræðum sé lokið fyrir áramót. 
 
Einnig hvetja stjórnir félaganna Verklalýðsfélagið í Sandgerði til þátttöku í viðræðunum.
 

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.