Viðræðum slitið við Samband íslenskra sveitarfélaga

Viðræðum slitið við Samband íslenskra sveitarfélaga
Samninganefnd Flóabandalagsins sleit viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga síðdegis í gær, 11. nóvember, og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara þar sem töluverður ágreiningur er ennþá um launalið samningsins. Nú er það í höndum ríkissáttasemjara að boða til næsta samingafundar.