Víkin seld

2. febrúar 2016 var skrifað undir sölu á Víkinni - sem áður hýsti starfsemi V.S.F.K. Húsið hefur verið á sölu síðan 2008 en þá flutti félagið í núverandi húsakynni í Krossmóa 4.
Kristján Gunnarsson formaður VSFK er mjög ánægður með sölu hússins og gleðst yfir því að nú muni aftur færast líf í þetta sögufræga hús, en nýr eigandi mun opna þar pólska matvöruverslun innan skamms.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.