VSFK 90 ára!

Saga VSFK

Þann 28. desember 1932 var Verkamannafélag Keflavíkur stofnað. Félagið er því 90 ára núna 28.
desember. Á þessum tíma hafa talsverðar breytingar orðið á félaginu.

Í júlí 1974 sameinuðust Verkalýðsfélag Hafnahrepps og Verkalýðsfélag Vatnsleysustrandarhrepps
félaginu. Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur og VSFK sameinuðust árið 1989 og þann 1.
janúar 1998 sameinuðust VSFK og Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps. Að lokum sameinaðist
Bifreiðafélagið Keilir VSFK þann 5. febrúar 1999. Í samræmi við þessar sameiningar breyttist nafn
félagsins í Verkalýðs-og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis en notast við skammstöfunina VSFK.

Fyrir áhugasama má glugga í úrdrátt úr sögu félagsins á heimasíðu þess https://www.vsfk.is/um-
vsfk/saga-vsfk

Félagsmönnum verður boðið til afmælisveislu eftir áramót og verður það auglýst síðar.

 

 

Saga VSFK

 

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.