VSFK 90 ára!

Þann 28. desember 1932 var Verkamannafélag Keflavíkur stofnað. Félagið er því 90 ára núna 28.
desember. Á þessum tíma hafa talsverðar breytingar orðið á félaginu.
Í júlí 1974 sameinuðust Verkalýðsfélag Hafnahrepps og Verkalýðsfélag Vatnsleysustrandarhrepps
félaginu. Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur og VSFK sameinuðust árið 1989 og þann 1.
janúar 1998 sameinuðust VSFK og Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps. Að lokum sameinaðist
Bifreiðafélagið Keilir VSFK þann 5. febrúar 1999. Í samræmi við þessar sameiningar breyttist nafn
félagsins í Verkalýðs-og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis en notast við skammstöfunina VSFK.
Fyrir áhugasama má glugga í úrdrátt úr sögu félagsins á heimasíðu þess https://www.vsfk.is/um-
vsfk/saga-vsfk
Félagsmönnum verður boðið til afmælisveislu eftir áramót og verður það auglýst síðar.