VSFK auglýsir eftir starfsmanni

Verkalýðs og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis auglýsir eftir starfsmanni á skrifstofu sína í Krossmóa 4, Reykjanesbæ.
 
Félagið leitar eftir starfsmanni í 100% starf frá ágúst eða eftir samkomulagi.
 
Helstu verkefni:
  •   Aðstoða félagsmenn vegna réttindamála.
  •   Útreikningar launa og vinnutíma. 
  •   Almenn skrifstofustörf.
  •   Önnur störf á skrifstofunni.
Hæfniskröfur:
  •   Vönduð og sjálfstæð vinnubrögð og mikið frumkvæði.
  •   Hæfni í samskiptum og samstarfi.
  •   Þekking á kjarasamningum og launaútreikningum.
  •   Góð ensku og íslenskunnátta. Bæði munnleg og skrifleg.
  •   Almenn tölvu og tækniþekking.
  •   Kostur ef bókhaldsþekking er til staðar.
Umsækjendur sendi ferilskrá og kynningarbréf á gudbjorgkr@vsfk.is og hvetjum við alla áhugasama til að sækja um. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst.
 
Frekari upplýsingar gefur Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður félagsins í síma 421-5777 og netfanginu gudbjorgkr@vsfk.is
 
VSFK auglýsir eftir starfsmanni

 

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.