VSFK styrkir íbúa í Úkraínu
Stjórn VSFK ákvað á stjórnarfundi sínum þann 17. mars s.l. að leggja sitt að mörkum til stuðnings og aðstoðar við íbúa Úkraínu og leggja til sem nemur 1 evru fyrir hvern félagsmann, alls 525.000 kr. til hjálparsamtaka. Á sama tíma fordæmir stjórn félagsins þessa hræðilegu innrás Rússlands í Úkraínu og því hræðilega ofbeldi sem þar á sér stað.