VSFK styrkir íbúa í Úkraínu

Stjórn VSFK ákvað á stjórnarfundi sínum þann 17. mars s.l. að leggja sitt að mörkum til stuðnings og aðstoðar við íbúa Úkraínu og leggja til sem nemur 1 evru fyrir hvern félagsmann, alls 525.000 kr. til hjálparsamtaka. Á sama tíma fordæmir stjórn félagsins þessa hræðilegu innrás Rússlands í Úkraínu og því hræðilega ofbeldi sem þar á sér stað.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.