Yfirlýsing v. gerfistéttarfélagsins Virðingar

Verkalýðs-og sjómannafélag Keflavíkur og nág. fordæmir alla tilburði
launagreiðanda til að stofna eigin stéttarfélag og þvinga starfsfólk til þátttöku í þeim
með því að gefa rangar og villandi upplýsingar. Það er ljóst að með sínu framferði er
Virðing klárlega dæmi um félagsleg undirboð og misneytingu launagreiðenda
gagnvart starfsfólki. Samningur sem þeir kalla kjarasamningur félagsins ber þess
skýrt merki að hann var gerður að ósk launagreiðenda og að þeirra þörfum.
 
VSFK lýsir fullum stuðningi við baráttu Eflingar við þessi launagreiðendasamtök á
höfuðborgarsvæðinu og Einingar Iðju við sömu samtök á Eyjafjarðarsvæðinu.
 
Við munum fylgjast grannt með ástandi í veitinga—og gistihúsaumhverfinu á
félagssvæði okkar og grípa til harðra aðgerða ef þetta gerfifélag gerir vart við sig á
svæðinu.
 
Að sama skapi hvetjum við enn og aftur félagsmenn sem boðið eða ætlast er til að
færi sig yfir í Virðingu að hafa samband við VSFK og fá upplýsingar um rétt sinn.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Umsóknir og eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til að sækja um bætur úr sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofsaðstöðu og önnur eyðublöð sem tengjast starfsemi félagsins.