Kjaramál
Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum. Flest launafólk tekur laun og önnur kjör eftir kjarasamningum í viðkomandi starfsgrein. Sumir þessara samninga eru gerðir við samtök atvinnurekenda, á meðan aðrir eru við fjármálaráðuneytið fyrir hönd ríkissjóðs eða við Launanefnd sveitarfélaga, fyrir hönd sveitarfélaganna.
Margvísleg kjarasamningsbundin réttindi eru mismunandi milli kjarasamninga. Til að fá upplýsingar um réttindi og kjör, þarf launamaður að vita eftir hvaða kjarasamningi hann er ráðinn. Ef hann veit það ekki, getur starfsfólk á skrifstofunni aðstoðað við að finna út úr því.
Á undirsíðunum (vinstra megin) er að finna þá kjarasamninga sem félagið á aðild að, m.a. upplýsingar um kauptaxta, orlofs- og desemberuppbót, skilagreinar og ráðningarsamninga.