Orlofs og desemberuppbót
Orlofsuppbót
Orlofsuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum ár hvert í tengslum við orlofstöku þeirra. Orlofsuppbótin getur verið mishá eftir kjarasamningum.
Í kjarasamningum Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins, segir eftirfarandi:
„Uppbótin greiðist þann 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuum m.v. 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí. Orlofsuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.“
Upphæðir orlofsuppbóta eru mismunandi eftir kjarasamningum
Upphæð orlofsuppbótar 2020
Gerð kjarasamings |
Upphæð orlofsuppbótar |
Almennir samningar |
51.000 kr. |
Kjarasamingur við sveitarfélög |
50.450 kr. |
Kjarasamingur við ríki |
51.000 kr. |
Kjarasamningur vegna starfsfólks á hjúkrunarheimilum (SFV) |
48.000 kr. |
Desemberuppbót
Desemberuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum í desember ár hvert. Fjárhæðin ákvarðast meðal annars af starfstíma og starfshlutfalli á yfirstandandi ári. Desemberuppbótin er mishá eftir kjarasamningum. Í kjarasamningi Flóabandalagsins og SA segir eftirfarandi um desemberuppbót:
„Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember. Heimilt er með samkomulagi við starfsmann að uppgjörstímabil sé frá 1. desember til 30. nóvember ár hvert í stað almanaksárs.
Desemberuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna desemberuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar. Starfsmaður sem er í ráðningarsambandi við fyrirtæki en er ekki á launaskrá vegna hráefnisskorts eða vegna veikinda í desember missir ekki rétt til desemberuppbótar og reiknast sá tími með við útreikning desemberuppbótar mæti hann til vinnu að lokinni fjarveru vegna hráefnisskorts.“
Upphæð desemberuppbótar / persónuuppbótar 2020
Gerð kjarasamings |
Upphæð desemberuppbótar |
Almennir samningar |
94.000 kr. |
Kjarasamingur við sveitarfélög |
118.750 kr. |
Kjarasamingur við ríki |
94.000 kr. |
Kjarasamningur vegna starfsfólks á hjúkrunarheimilum (SFV) |
94.000 kr |