Orlofsmál

Reykjanesviti

Samkvæmt lögum og kjarasamningum á allt launafólk rétt á orlofi. Í þriðju grein orlofslaga segir að orlof skuli vera að lágmarki tveir dagar fyrir hvern unninn mánuð á síðasta orlofsári. Hafi starfsmaður verið í starfi heilt orlofsár eigi hann því rétt á orlofslaunum í 24 virka daga. Hafi hann hins vegar einungis unnið hluta orlofsársins á hann rétt á leyfi frá störfum en einungis hlutfallslegan rétt til orlofslauna. Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.

Orlofslaun eru greidd  í samræmi við áunninn rétt til orlofs á árinu og reiknast á hverja launagreiðslu, þannig að af heildarlaunum reiknast orlofslaunahlutfall viðkomandi starfsmanns, að lágmarki 10,17%. Fjöldi orlofsdaga og orlofshlutfallið fara vaxandi með auknum starfsaldri.

Orlofsuppbót
Orlofsuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarsamningi að greiða starfsmönnum sínum ár hvert í tengslum við orlofstöku þeirra. Orlofsuppbótin er mishá eftir kjarasamningum.

Orlofssjóður VSFK
Samkvæmt kjarasamningum greiða atvinnurekendur 0,25% af útborguðu kaupi verkafólks í Orlofssjóð. Sjóðurinn stendur undir kaupum og rekstri á orlofshúsum félagsins.

Orlofskostir á vegum VSFK
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis hefur yfir að ráða 9 sumarhúsum á 4 stöðum á landinu og einu raðhúsi á Akureyri. Húsin eru leigð allt árið. Í þeim er svefnaðstaða fyrir 6 til 8 manns. Við orlofshúsin eru heitir pottar, auk þess sem sjónvarp er í öllum þeirra.

 

 

 

Yfir vetrartímann geta félagsmenn fengið húsin  leigð eftir pöntun, en yfir sumarið og páska þarf að sækja um dvöl. Við úthlutun ræður punktafjöldi félagsmanna. Tölvukerfi VSFK sér um punktakerfið og heldur utan um úthlutanir. Punktakerfið virkar þannig að hver félagsmaður vinnur sér inn 12 punkta á ári. Fái hann úthlutað orlofshúsi í eina viku þá er dreginn af honum tiltekinn fjöldi punkta. Fjöldi frádráttarpunkta ákvarðast af því hvaða hús er leigt og hvenær sumarsins það er. Vetrarnotkun orlofshúsa hefur engin áhrif á punktaeign félagsmanna.

Þeim sem sækja um orlofshús er eindregið bent á að setja inn fleiri en einn valkost, þar sem margir sækja um sömu vikurnar, þ.e.a.s. frá miðjum júlí fram í miðjan ágúst. 

Í öllum húsunum eru eldhúsáhöld, sængur og koddar, útvörp, grill, barnarúm, barnastólar, vísir að bókasafni, spil og töfl.  Ef barnarúm og/eða barnastóll eru ekki til staðar, er hægt að fá hvort tveggja lánað hjá umsjónarmanni svæðisins. Í raðhúsinu á Akureyri er þvottavél. Við öll orlofshúsin eða í næsta nágrenni þeirra er leiksvæði fyrir börn.

Orlofs og desemberuppbót

Orlofsuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum ár hvert í tengslum við orlofstöku þeirra.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.