Orlofssjóður VSFK

Lækarbrekka 4

Samkvæmt kjarasamningum greiða atvinnurekendur 0,25% af útborguðu kaupi verkafólks í Orlofssjóð. Sjóðurinn stendur undir kaupum og rekstri á orlofshúsum félagsins.

Orlofskostir á vegum VSFK

VSFK hefur yfir að ráða 11 sumarhúsum á 5 stöðum á landinu, í Svignaskarði, í Húsafelli, í Ölfusborgum, í Syðri-Brú og á Akureyri. Húsin eru leigð allt árið og er svefnaðstaða í þeim fyrir 6 til 8 manns.
Yfir vetrartímann geta félagsmenn fengið húsin  leigð eftir pöntun, en yfir sumarið og páska þarf að sækja um dvöl. Við úthlutun á sumrin og um páska ræður punktafjöldi félagsmanna.

Í húsunum eru öll helstu eldhúsáhöld, sængur og koddar, sjónvarp, grill, barnarúm og barnastólar. Öll húsin eru með wifi-tengingu. Nánari upplýsingar um húsin má finna á orlofsvef félagsins.  

Umsóknir og útleiga orlofshúsa ásamt sölu korta fer fram á orlofsvef félagsins.

Orlofs og desemberuppbót

Orlofsuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum ár hvert í tengslum við orlofstöku þeirra.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.