Úthlutun og punktakerfi

Svignaskarð 10

Vetrarleiga

Leiga yfir vetrartímann er opin yfir allan veturinn og enginn ákveðinn tímasetning hvenær leigan fer fram. Lágmarks greiðsla fyrir leigu er 2 nætur.

Sumar- og páskaúthlutun

Áður en úthlutun fer fram, er auglýst í staðarblöðum og á vefnum með góðum fyrirvara. Umsóknir fara fram á orlofsvef félagsins en til að skrá sig inn á hann þarf fólk að vera með Íslykil eða rafræn skilríki. Einnig er hægt að fá aðstoð starfsfólks á skrifstofu til þess að sækja um.
Einungis er hægt að leigja vikutíma.

Punktakerfið

Sá sem greiðir félagsgjöld til félagsins fær einn punkt fyrir hvern mánuð sem greitt er. Ekki skiptir máli hvað félagsgjöldin eru há og eða hvort um hlutastarf sé að ræða.
Sérstök punktaskrá er varðveitt í tölvukerfi félagsins, þar sem haldið er saman öllum söfnunarpunktum hjá öllum greiðendum til félagsins.
Dvalartímabilum í sumar-og páskaleigu í orlofshúsum VSFK er úthlutað eftir punktakerfi.

Þegar dvalarleyfum hefur verið úthlutað, eru punktar dregnir frá punktainnistæðu hvers og eins. Mismunandi er hvað frádráttur er verið mikill, allt eftir hvar úthlutað er og fyrir hvaða tímabil.

Einungis virkir félagsmenn geta sótt um bústaði í sumar-og páskaúthlutun.
Fyrrum félagsmenn sem hafa hætt störfum vegna aldurs eða örorku geta sótt um bústaði með viku fyrirvara áður en leigan á sér stað.


 

Orlofs og desemberuppbót

Orlofsuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum ár hvert í tengslum við orlofstöku þeirra.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.