Sjúkrasjóður

Sjúkrasjóður VSFK

 

Megintilgangur sjúkrasjóðs félagsins er að greiða félagsmönnum bætur í sjúkra- og slysatilvikum, eftir að launagreiðslum frá atvinnurekanda lýkur. Ennfremur er lögð rík áhersla á margvíslegt forvarnastarf. Sjóðurinn veitir félagsmönnum fjárhagslegan stuðning vegna veikinda, slysa eða annarra tiltekinna áfalla sem þeir eða aðrir þeim nákomnir kunna að verða fyrir.

Sjúkrasjóðurinn veitir jafnframt styrki vegna líkamsræktar, sjúkraþjálfunar, krabbameinsskoðunar o.fl. Sjúkrasjóðurinn er fjármagnaður með gjaldi sem atvinnurekendur greiða. Gjaldið er 1% af launum starfsmanna.

Orlofs og desemberuppbót

Orlofsuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum ár hvert í tengslum við orlofstöku þeirra.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.