Sjúkradagpeningar

Félagsmaður á rétt á sjúkradagpeningum úr sjóðnum ef greitt hefur verið af honum til Sjúkrasjóðs í a.m.k sex mánuði áður en hann verður launalaus vegna veikinda.
Heildar-upphæð sjúkradagpeninga er 80% af meðallaunum síðustu 6 mánaða eða að hámarki 669.938 kr. Inni í þeirri upphæð er greiðsla frá Sjúkratryggingum Íslands.
Sækja þarf um greiðslur sjúkradagpeninga samhliða greiðslum úr sjúkrasjóði til Sjúkratrygginga Íslands vegna langvarandi veikinda (lengri en 2 vikur).

Hægt er að fá greidda 120 daga vegna eigin veikinda og 90 daga vegna alvarlegra veikinda maka og alvarlega og langvarandi veikinda barna.

Réttur til sjúkradagpeninga endurnýjast á 12 mánuðum hafi félagsmaður greitt í sjúkrasjóð í þann tíma. Rétturinn endurnýjast hlutfallslega eftir því sem hann er nýttur frá þeim degi sem greiðslur dagpeninga lýkur.

Ekki er hægt að fá greidda sjúkradagpeninga vegna bótaskyldra slysa eins og umferðaslysa eða veikinda sem uppfylla réttindi til greiðsla frá Tryggingastofnun eða lífeyrissjóði s.s. örorku.
 

Sickness benefits

A Union-member can apply for sickness benefit if the employer has paid premiums to the found for at least six months before sickness occurs.
The total amount of sickness benefit is 80% of the average salary for the last 6 months or a maximum of ISK 669,938. That amount includes a payment from Sjúkratryggingar Íslands.
You must apply for sickness benefit payments in parallel with payments from the health fund to Sjúkratryggingar Íslands due to a long-term illness (longer than 2 weeks).

You can receive 120 days for your own illness and 90 days for your spouse's serious illness and the children's serious and chronic illness.

The right to sickness benefit is renewed in 12 months if a member has paid into the sickness fund during that time. The right is renewed proportionally as it is exercised from the date on which the daily allowance payments end.

It is not possible to receive sickness benefits due to compensable accidents such as traffic accidents or illnesses that fulfill the right to payment from Tryggingastofnun or the pension fund, e.g. disability.

Orlofs og desemberuppbót

Orlofsuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum ár hvert í tengslum við orlofstöku þeirra.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.