Styrkir

Heilsustyrkur

Endurgreitt er að hámarki 40.000 kr. á ári, þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði.
Hægt er að fá endurgreitt vegna eftirfarandi:
Líkamsrækt, íþróttir, sund, dans o.fl. heilsueflandi. Vegna meðferðar hjá löggiltum sjúkraþjálfara, löggildum sjúkranuddara, heilsunuddara, iðjuþjálfa, næringarráðgjafa, osteópata eða kírópraktor. Stöðin/skólinn/félagið skal vera lögaðili (kennitala og fast heimilisfang) með fasta aðstöðu og skipulagt starf.
Eins er hægt að nýta heilsustyrkinn vegna tannlæknakostnaðar og sem fæðingarstyrk.
Réttur stofnast eftir 6 mánaða aðild.

Krabbameinsskoðun

Krabbameinsleit - grunnskoðun 4.400 kr. á ári eftir 6 mánaða aðild
Krabbameinsleit - ristilsskoðun 15.000 kr. á ári eftir 6 mánaða aðild

Styrkur vegna tækjakaupa

Vegna kaupa á heyrnartækjum 50% af kvittun að hámarki 30.000 kr. Fyrir hvort eyra.
Vegna kaupa á gleraugum eða linsum 50% af kvittun að hámarki 30.000 kr.*
Allir tækjastyrkir miðast við 36 mánaða tímabil og eftir 6 mánaða aðild.

*Vegna kaupa á gleraugum eftir tilvísun frá lækni eða sjóntækjafræðingi.

Laseraðgerð

Styrkur vegna Laser-aðgerðar greiðist 30.000 kr. á hvort auga í eitt skipti.

Hjartavernd

Greitt er að hámarki vegna áhættumats 15.000 kr. á ári.

Geð-/sálfræðiaðstoð

50% af hverjum reikningi að hámarki 30.000 kr. ári. Einungis er greitt fyrir tíma hjá sálfræðingum sem eru með starfsréttindi á Íslandi.

Styrkur vegna glasameðferðar/tæknifróvgunar

50.000 kr. í eitt skipti.

Umsóknir um styrki þurfa að hafa borist fyrir 23. dag mánaðar til að greiðast út í lok mánaðar.

Orlofs og desemberuppbót

Orlofsuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum ár hvert í tengslum við orlofstöku þeirra.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.