Umsóknir um sjúkradagpeninga og styrki í sjúkrasjóði.

Til að eiga rétt á greiðslum úr sjúkrasjóði þarf að uppfylla skilyrði reglulgerðar sjúkrsjóðs.
Til þess að sækja um styrk úr sjúkrasjóði þarf að koma með frumrit að kvittun með kennitölu og nafni umsækjanda. Útgefandi þarf að undirrita og stimpla á kvittun. Eins má senda kvittun skannaða til félagsins á netfangið vsfk@vsfk.is.
Með umsókn um sjúkradagpeninga skjal fylgja ljósrit af sjúkradagpeningavottorði frá lækni, upprunnið í tölvukerfum heilsugæslunnar og spítalanna.
 
Fyrsta vottorð þarf að vera íslenskt sjúkradagpeningavottorð. Framhaldsvottorð (vottorð vegna endurnýjunar/framlengingar) mega vera af erlendum toga en þurfa að vera ítarleg og innihalda sambærilegar upplýsingar og sjúkradagpeningavottorð. Ef þau eru á erlendu tungumáli þarf að fylgja þýðing yfir á íslensku eða ensku gerð af löggiltum skjalaþýðanda.
 
Heimilt er að skila erlendu fyrsta vottorði ef félagsmaður veikist skyndilega í fríi erlendis. Félagsmaður getur þurft að færa sönnur fyrir því að um fyrirfram ákveðið frí erlendis hafi verið að ræða.
 
Umsóknir um sjúkradagpeninga og styrki þurfa að hafa borist fyrir 25. dag mánaðar til að greiðast út í lok mánaðar.

 

Umsókn um sjúkradagpeninga
Starfsvottorð vinnuveitanda
Umsókn um styrk vegna sjúkraþjálfunar og fleira
Umsókn um dánarbætur
 

Orlofs og desemberuppbót

Orlofsuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum ár hvert í tengslum við orlofstöku þeirra.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.