Útreikningur dánarbóta

 

Eingreiddar dánarbætur við andlát virks og greiðandi sjóðfélaga sem nemi 358.200.- (frá og með 1.okt 2016) krónum m.v. starfshlutfall hans. Rétthafar bóta eru maki sjóðfélaga og börn hans undir 18 ára aldri.
Bótafjárhæð miðast við ákvörðun stjórnar sjúkrasjóðs hverju sinni.
Upphæðir dánabóta miðast við  launavísitölu sem miðast við 1.júlí 2006, sem er 295.4 og tekur sömu breytingum og hún. 
Eftir að félagsmaður lætur af störfum vegna aldurs eða örorku og ekki hafa borist félagsgjöld af honum til félagsins og hann ekki hafið störf og greitt til annars félags á hann rétt á dánarbótum úr sjúkrasjóði VSFK. Þá er lágmarksstyrkur kr. 179.100,- næstu 24 mánuði en eftir það skerðist hann um 10% á ári næstu 10 árin  en eftir það verður hann kr. 50,000 hafi starfsslok verið þegar félagsmaður hætti greiðslum til félagsins og ekki hafið störf á ný og greitt til annars félags..
 
Í starfi kr. 358.200,-
 
1. ár kr.179.100,-
2. ár kr.179.100,-
3. ár kr.161.190,-
4. ár kr.145.071,-
5. ár kr. 130.564,-
6. ár kr. 117.508,-
7. ár kr.105.757,-
8. ár kr. 95.181,-
9. ár kr.85.663,-
10. ár kr.77.097,-
11. ár kr.69.387,-
12. ár kr.62.448,-
 
 

 

Orlofs og desemberuppbót

Orlofsuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum ár hvert í tengslum við orlofstöku þeirra.

Kjaramál

Kjaramál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni hvers stéttarfélags. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að allmörgum kjarasamningum.

Orlofsmál

Orlofsárið er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Samkvæmt lögunum, skal veita orlof í einu lagi á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, nema um annað sé samið.