Um VSFK
Rúmlega 80 ára starf að baki
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis var stofnað árið 1932. Félagið gætir hagsmuna verkafólks og sjómanna í Garði, Reykjanesbæ og Vogum. VSFK á aðild bæði að Starfsgreinasambandi Íslands og Sjómannasambandinu. Í gegnum aðildina að þessum landssamböndum, er félagið eitt af aðildarfélögum Alþýðusambands Íslands.
Helstu baráttumál dagsins í dag eru líkt og þegar félagið var stofnað – að tryggja og bæta kjör og réttindi launafólks. Verkefni dagsins snúast ekki síst um atvinnumál á svæðinu, orlofsmál, fræðslumál félagsmanna og sjúkra- og slysatryggingar, auk hefðbundinnar kjarabaráttu. Ekkert viðfangsefni sem snertir kjör og réttindi launafólks er félaginu óviðkomandi.
Í meira en þrjá síðastliðna áratugi hefur félagið haft höfuðstöðvar sínar að Hafnargötu 80, eða allt þar til í maí 2009, þegar félagið flutti í nýtt og glæsilegt húsnæði að Krossmóa 4.